Rigningarvetri 2016 fylgdi áframhaldandi rigning á vordögum og með mildum hitatölum. Sumarið kom með sól, hlýju og stöðugu hitastigi en nokkuð lægra en vant er á þessum slóðum. Rigning í lok ágúst og byrjun september tafði aðeins fyrir uppskerunni sem gaf vínviðnum tækifæri til að ná góðu jafnvægi í ávöxtinn. Það tryggði einnig nokkuð miklar hitabreytingar milli dags og nætur sem aftur gaf berjunum dýpri bragðtóna. Uppskerutíðin hófst 19. september sem var viku seinna en að jafnaði hjá Biondi-Santi.
Húsið
Biondi-Santi er ekkert minna en goðsagnakennd víngerð sem varð hin fyrsta til að setja Brunello-vín á markað árið 1888. Frá þeim tíma hafa vínin frá þeim verið talin í allra fremstu röð og verið meðal krúnudjásna í ítalskri víngerð.