Charles Heidsieck Rosé Réserve

40% Pinot Noir (þar af 5% rauðvín)

35% Chardonnay

25% Pinot Meunier

9 gr./l af viðbættum sykri

Um 5-10% af víninu er látið gerjast fyrri gerjun á gömlum Búrgúndí-eikartunnum.

5.600 kr.19.500 kr.

  • 375ml
  • 750ml
  • 1500ml
Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , , ,

Charles Heidsieck er talið í hópi eftirsóttustu kampavína í heimi. Húsið var stofnað árið 1851 af hinum óviðjafnanlega Charles Camille Heidsieck sem hlaut viðurnefnið „Champagne Charlie“ eftir að hafa brotið kampavíni leið inn á Bandaríkjamarkað á sjötta og sjöunda áratug 19. aldar.

Charles Heidsieck framleiðir um eina milljón flaskna á ári og er það allt selt undir ströngum kvóta á hverjum markaði enda eftirspurnin margföld á við framboðið.

Allar flöskur sem húsið sendir frá sér eru geymdar í að lágmarki þrjú ár, og flestar miklu lengur, í mögnuðum kalksteinshellum sem liggja undir höfuðborg Champagne-héraðs, Reims. Þessir hellar voru gerðir af Rómverjum fyrir um 1700 árum og eru í raun námur frá því þegar þeir sóttu kalkstein sem byggingarefni til borgarinnar. Þessir hellar eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Stærð

375ml, 750ml, 1500ml