Uppskeran sótt á sextíu ekrur sem teygja sig á milli þorpanna Puligny-Montrachet og Meursault. Þá kemur lítill hluti uppskerunnar af þremur ekrum í Côte Chalonnaise og tíu í Hautes Côte de Beaune.
Ríkjandi jarðvegur á þessum ekrum er leir en einnig kalksteinn.
90% berjanna eru handtínd og 10% eru tínd með vélum.
90% vínsins er geymt í 14 mánuði á eik en 10% í stáltönkum.
Olivier Leflaive er meðal eftirtektarverðustu víngerðarmanna Búrgúndí-héraðsins. Hann er alinn upp innan Domaine Leflaive enárið 1985 hélt hann á vit ævintýranna og stofnaði til sinnar eigin víngerðar. Hún hefur fyrir löngu sannað sig og eru vínin þaðan eftirsótt meðal allra áhugamanna um héraðið og það besta sem þaðan kemur í hvítu og rauðu.