Philipponnat 1522 Grand Cru Extra Brut 2014

81% Pinot Noir
19% Chardonnay
Pinot Noir hlutinn kemur að mestu af Léon vínekrunni í Ay og Chardonnay hlutinn kemur af vínekru í Verzy.

4,25 gr. af viðbættum sykri.

Frábært vín með sjávarfangi, ekki síst grilluðu. Þá virkar það vel með ljósu kjöti, fullkomið með kavíar og ekki er verra að para það með vel krydduðum indverskum mat á borð við tandoori.

13.000 kr.

1522 Extra Brut Grand Cru er meðal eftirsóttustu árgangavína sem hægt er að komast í. Það er sótt á bestu ekrur Philipponnat. Heiti vínsins vísar til ársins þegar Apvril le Philipponnat kom sér fyrst upp vínekru á svæði sem nefnist Le Léon og er mitt á milli þorpanna Ay og Dizy.

1522 Extra Brut er að mestu leyti látið gerjast á eikartunnum og öll mjólkursýrugerjun er stöðvuð. Gerir það vínið mjög kraftmikið og stórt í sniðum. Það ilmar af pipar og öðrum kryddum, er þétt og steinefnaríkt og lætur engan ósnortinn sem á því dreypir.