Philipponnat Grand Blanc 2014 – 750 ml

100% Chardonnay

4,25 gr. af viðbættum sykri

10.100 kr.

Vörunúmer: 0091 Flokkar: , , ,

Þetta er hvítt úr hvítu (Blanc de Blancs) sem sótt er á stórkostlegar ekrur í Côte de Blancs, sem liggur í suðurátt frá höfuðvígi Philipponnat í Mareuil-sur-Ay. Aðeins er notast við fyrstu pressun og eingöngu uppskera af Premier og Grand Cru ekrum.

Vínið fær góðan tíma til þess að hvíla á geri eða í sex til átta ár en það gerir það margbrotið í uppbyggingu og kallar fram bragð- og ilmtóna sem sóttir eru í jarðveginn í Côte de Blancs annars vegar og tíðafarið sumarið 2014 hins vegar.

Grand Blanc er í raun hvíti svanurinn í þyrpingu hinna svörtu. Philipponnat er þekktast fyrir víngerð á grundvelli Pinot Noir en samdóma álit allra helstu sérfræðinga er að þetta vín, sem sótt er úr allt annarri átt, sómi sér vel með því besta sem kemur úr smiðju hússins úr dökkum þrúgum Pinot Noir.

Dásamlegt vín með öllu fiskmeti og skelfiski alveg sérstaklega. Sítrustónar og suðrænir ávextir láta vita af sér en eftirbragðið er steinefna- og kalkkennt. Það gerir vínið eitt hið fágaðasta á markaðnum.