Philipponnat Royale Réserve Non Dosé – 750 ml

65% Pinot Noir

30% Chardonnay

5% Pinot Meunier

0 gr. af viðbættum sykri

Stendur að minnsta kosti þrjú ár á geri og er að hluta til látið ljúka mjólkursýrugerjun. Forðavínin eru geymd á tunnum sem gefur víninu tækifæri til að þroskast og draga fram alla sína bestu bragðeiginleika. Enginn viðbættur sykur sem tryggir að vínið birtist í glasi, algjörlega ófeimið og karakterinn tær. Vín sem kemur til dyranna eins og það er klætt.

Hentar afar vel sem fordrykkur og vinnur afar vel með hráu fiskmeti og sjávarfangi á borð við rækjur, humar og hörpuskel. Þá þykir vínið henta afar vel með japanskri matargerð af ýmsu tagi.

7.400 kr.

Vörunúmer: 0216 Flokkar: ,

Royale Réserve Non Dosé opinberar þau miklu gæði sem felast í víngerðinni hjá Philipponnat. Þótt um sé að ræða nákvæmlega sömu blöndu og í Royale Réserve Brut getur húsið á hverju ári sent frá sér Non Dosé, þ.e. að blandan er ekki í brýnni þörf fyrir viðbættan sykur til þess að ná góðu jafnvægi og kalla fram æskilega bragðeiginleika. Sannarlega nokkuð „hvassara“ vín en Brut en hentar mjög vel þegar fríska þarf upp á mannskapinn eða þegar para skal vínið saman við ferskasta fiskmetið sem í boði er á hverjum tíma.